Einstaklingar

Svölurnar hafa styrkt einstaklinga sem til þeirra leita, en hvert erindi þarf að skoða sérstaklega og eru takmarkanir í reglum félagsins varðandi þessa styrki.

Nýlegir styrkir

Hjálparhundur

Haustið 2017 barst Svölunum beiðni um styrk fyrir 6 ára dreng sem heitir Helgi Örn. Hann er einhverfur og með CP.   Foreldrarnir óskuðu eftir styrk til þess að fjárfesta í hjálparhundi.
Beiðni um styrkinn var borin upp á félagsfundi s.l. október og var einróma samþykkt af félagskonum að veita Helga Erni styrk að upphæð kr .500.000.
Í upphafi árs 2018 var Rut Westmann, móður Helga Arnar, afhent gjafabréfið á skrifstofu Svalanna.
Hún biður innilega að heilsa Svölunum með kæru þakklæti.

 

 

 

 

 

Styrkur til fyrrverandi flugfreyju

Guðrún Ólafsdóttir formaður Svalanna afhenti formlega fyrr á árinu styrktargjöf Svalanna til Guðnýjar Sveinbjörnsdóttur, fyrrverandi flugfreyju hjá Icelandair, sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Mörkinni.

Það er Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, systir Guðnýjar sem er með þeim á myndunum og að hennar sögn er Guðný mjög ánægð með stólinn og nýtur þess að sitja í honum, en hann er ma. sérútbúinn þannig að auðvelt er að færa hann milli staða. Anna Dís vildi koma á framfæri innilegum þökkum til Svalanna fyrir þessa góðu gjöf.